Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikil fjölgun ákæra hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli
Sunnudagur 12. desember 2004 kl. 15:36

Mikil fjölgun ákæra hjá sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli

Mikil aukning hefur orðið á ákærum frá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í ár. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag hefur aukningin verið fjórföld og liggja margar ástæður að baki því.

Fjölgun hefur verið í flestum flokkum, en sérstaklega í brotum gegn útlendingalögum og fíkniefnamálum. Orsakast það m.a. af því að útlendingalög hafi verið hert mjög og þar að auki hefur embættið lagt meiri áherslu á rannsókn og ákærur í fíkniefnamálum í stað þess að senda þau til lögreglunnar í Reykjavík.

Þá sagði Jóhann Benediktsson, sýslumaður, í samtali við Morgunblaðið að aukningin væri einnig afleiðing fjölgunar gesta um flugstöðina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024