Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. febrúar 2002 kl. 11:00

Mikil fækkun á nauðungarsölum

Nauðungarsölum hefur fækkað mikið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra voru 37 fasteignir seldar nauðungarsölu á Suðurnesjum á móti 97 uppboðum árið 1996.Árið 2000 voru 35 nauðungarsölur, 36 árið 1999 og 39 árið 1998. Nauðungarsölur ársins 1997 voru 59, þær voru 97 árið 1996 og 86 árið áður. Uppboð ársins 1994 voru hins vegar 72.
Það vekur hins vegar athygli að átta skip voru seld nauðungarsölu á Suðurnesjum í fyrra en árin áður voru hámark tvær nauðungarsölur á skipum og 1996 þegar metár var í nauðungarsölu fasteigna þá var ekkert skip boðið upp.
Nauðungarsala verður að fara fram innan árs frá því að uppboð er byrjað.  Oftast hafa skuldir verið í vanskilum í nokkra mánuði eða lengur áður en farið er fram á uppboð. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024