Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil eftirspurn eftir lóðum í Sandgerði
Föstudagur 18. nóvember 2016 kl. 06:00

Mikil eftirspurn eftir lóðum í Sandgerði

Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Sandgerði, bæði til leigu og sölu en framboðið lítið enda hafa margar fasteignir verið seldar að undanförnu. Sagt var frá því í Víkurfréttum fyrir rúmu ári, eða í lok september í fyrra, að um 50 íbúðir stæðu auðar og undir skemmdum í Sandgerði en þær komust í eigu fjármálastofnana eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður hefur selt mest af þeim eignum sem sjóðurinn átti en nokkrar eru leigðar út.

Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, eru breytingarnar á þessum stutta tíma ótrúlegar. Umsóknir liggja fyrir um byggingu á milli fimmtán og tuttugu íbúða og eru þær nú til afgreiðslu hjá Sandgerðisbæ. „Þetta eru ánægjuleg verkefni að fást við. Við verðum að fjölga íbúðum í Sandgerði enda vantar hingað fólk til að sinna hinum ýmsu störfum og við því verðum við að bregðast,“ segir hún. Einnig er í farvatninu að byggja fimm íbúðir fyrir fólk með fötlun við Lækjarmót og var samningur þess efnis, á milli Sandgerðisbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar, undirritaður í mars síðastliðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024