Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Séð yfir Hlíðahverfi en jarðvegsframkvæmdir þar hófst í sumar. VF-mynd/Jón Steinar Sæmundsson.
Föstudagur 5. nóvember 2021 kl. 06:46

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Alls bárust tuttugu og sjö umsóknir um sjö lausar lóðir við Víðigerði í Grindavík og því ljóst að lóðaeftirspurn í Grindavík er mikil. 

Dregið var um allar lóðirnar á fundi afgreiðslunefndar byggingamála þann 14. október þar sem umsækjendur voru fleiri en einn um hverja lóð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um var að ræða þrjár einbýlishúsalóðir og fjórar parhúsalóðir. Grindin ehf. fékk eina einbýlishúsalóð og Eignarhaldsfélagið Normi ehf. tvær.

HK verk ehf., Einherjar ehf., Eignarhaldsfélagið Normi ehf. og  Grindin ehf. fengu svo sína parhúsalóðina hvert.