1. maí 2024
1. maí 2024

Fréttir

Mikil brennisteinsmengun í Grindavík og hrauntjörn að myndast
Við varnar- og leiðigarðinn austan Grindavíkur í gær. Þar er nú að myndast hrauntjörn. VF/Ísak Finnbogason
Mánudagur 18. mars 2024 kl. 12:59

Mikil brennisteinsmengun í Grindavík og hrauntjörn að myndast

Í morgun stóð til að landa úr skipum í Grindvíkurhöfn en það var ákvörðun viðbragðsaðila að heimila það ekki m.a. vegna mengunarhættu og óvissu með framgang hraunrennslis fyrir ofan Suðurstrandarveg. Aðgangur fyrir fyrirtæki og íbúa inn í Grindavík verður endurskoðaður eftir fund viðbragðsaðila í fyrramálið.

Hrauntjörn hefur myndast skammt frá enda hraunjaðarsins ofan við Suðurstrandarveg. Er því viðbragðsaðilum sem öðrum haldið frá hraunjaðrinum á meðan hætta er talin á að hraun geti flætt þar fram á miklum hraða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Enn er hætta á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg. Í dag er mikil brennisteinsmengun á svæðinu. Þá er hluti Grindavíkurvegar undir hrauni og sú flóttaleið úr sögunni í einhverja daga.

Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík og lögregla sinnir lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur. Þá er sjúkrabíll staðsettur í Grindavík alla daga á dagtíma.