Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil aukning hegningarlagabrota á Suðurnesjum
Miðvikudagur 18. mars 2009 kl. 13:24

Mikil aukning hegningarlagabrota á Suðurnesjum


Gífurleg aukning var á hegningarlagabrotum í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum milli ára í febrúar. Þau voru nú 109 en voru 60 í sama mánuði 2008. Þá hafði þeim fækkað frá árinu 2007 eða úr 78 í 60.
Umferðarlagabrotum fjölgaði einnig nokkuð á milli ára í febrúar eða í 311 úr 219 og fíkniefnabrotum fjölgaði í 15 úr 12.
Þetta kemur fram í gögnum frá Ríkislögreglustjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024