Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil ásókn í menningarstyrki
Þriðjudagur 25. mars 2008 kl. 10:25

Mikil ásókn í menningarstyrki

Alls bárust 57 umsóknir í menningarstyrki þá sem Menningarráð Suðurnesja auglýsti nú eftir áramótin. Alls munu 17 milljónir koma til úthlutunar en sótt var um vel á annað hundrað milljónir í þessum umsóknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Garðar Ketill Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar, segir heildarverðmæti verkefnanna á bak við umsóknirna geta numið hátt í 700 milljónir króna. „Þarna var mikill fjöldi af áhugaverðum verkefnum þannig að reikna má  með að eitthvað gott komi út úr þessu. Úthlutunin  fer svo að sjálfsögðu eftir eðli og umfangi hvers verkefnis en vinna við að vega og meta umsóknir er þegar hafin undir stjórn sérstaks verkefnastjóra sem við fengum til að meta faglega þáttinn. Við stefnum að úthluta þessu núna í byrjun apríl,“ sagði Garðar í samtali við VF.

Menningarstyrkirnir sem hér um ræðir komu til á síðasta ári þegar menntamálaráðherra og samgönguráðherra og sveitarfélögin á Suðurnesjum geðu með sér 3ja ára samning um menningarmál á Suðurnesjum. Tilgangur samningsins er  m.a. sá að efla menningarstarf á Suðurnesjum og beina stuðningi ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum við slíkt starf í einn farveg.
Þá er samningnum ætlað að  tryggja sem best frumkvæði og áhrif sveitarfélaganna við forgangsröðun verkefna og auka samstarf þeirra við framkvæmd og stefnumótun menningarmála í landshlutanum.

Í kjölfar samningsins stofnuðu sveitarfélögin Menningarráð Suðurnesja til að halda utan um verkefnið.