Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil ánægja með nýja tjaldsvæðið í Grindavík
Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl. 16:54

Mikil ánægja með nýja tjaldsvæðið í Grindavík


Eftir að nýja tjaldsvæðið í Grindavík var tekið í gagnið var ákveðið að kanna hug tjaldgesta til svæðisins, þeirrar þjónustu sem þar er í boði einnig hvað varðar markaðsmál og fleira. Ekki er búið að klára að fara yfir könnunina alla en af þeim svörum sem búið er að fara yfir er ljóst er að mikil ánægja er með nýja tjaldsvæðið. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Gestirnir koma víða af landinu og útlendir gestir eru frá hátt í 20 löndum.

Helst er kvartað yfir því að ekki er sturtuaðstaða, internet, þvottaðastaða og fleira sem verður klárt á næsta ári þegar nýtt þjónustuhús verður tekið í gagnið. Þá koma fram ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar sem nýtist bænum við markaðssetningu á tjaldsvæðinu í framtíðinni. Nánar verður greint frá niðurstöðum könnunarinnar þegar þær liggja fyrir um næstu mánaðarmót, segir í fréttinni frá Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Myndir: Frá tjaldstæðinu í Grindavík í gær. Þar er glæsileg aðstaða til að losa og hreinsa salerni húsbíla og hjólhýsa. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi