Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikil ánægja með BAUN í  Reykjanesbæ
Laugardagur 25. júní 2022 kl. 07:13

Mikil ánægja með BAUN í Reykjanesbæ

Mikil og almenn þátttaka var í BAUN, barna- og ungmennahátíðinni, sem fór fram dagana 28. apríl til 8. maí síðastliðinn. Alls heimsóttu 5.300 gestir Duus Safnahús á meðan á hátíðinni stóð. 

Hátíð sem þessi krefst samvinnu margra stofnana Reykjanesbæjar og aðkoma félagasamtaka í bænum er mjög mikilvæg, segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að lokinni hátíðinni var viðhorfskönnun sett í loftið og bárust á annað hundrað svör. Almenn ánægja var meðal barna og foreldra með hátíðina. Tæplega 80% þeirra barna sem svarað var fyrir tóku þátt í fjórum eða fleiri viðburðum. Yfir 90% svarenda voru mjög eða frekar ánægðir með að hafa BAUNabréfið til að leiða sig í gegnum hátíðina. Sérstakt BAUNabréf var afhent öllum börnum á leikskólaaldri sem og börnum í 1.– 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Það innihélt 23 verkefni/viðburði/þrautir fyrir fjölskyldur að taka þátt í.

 Spurt var um ánægju barnanna með þátttöku í hátíðinni og voru 94% mjög eða frekar ánægð. Spurt var hversu ánægt fullorðna fólkið sem svaraði könnuninni hefði verið með hátíðina og voru yfir 90% mjög eða frekar ánægðir.