Mikil afföll af jólaskrauti í Reykjanesbæ
 Mikil afföll hafa orðið af jólaskrauti í Reykjanesbæ í óveðrinu sem verið hefur frá því snemma í morgun. Víða hafa stórar skreytingar fokið niður úr staurum og eyðilagst. Reykjanesbær keypti mikið af nýju skrauti fyrir þessi jól, en fjölmargar skreytingar úr nýja skrautinu hafa eyðilagst í desemberveðrunum.
Mikil afföll hafa orðið af jólaskrauti í Reykjanesbæ í óveðrinu sem verið hefur frá því snemma í morgun. Víða hafa stórar skreytingar fokið niður úr staurum og eyðilagst. Reykjanesbær keypti mikið af nýju skrauti fyrir þessi jól, en fjölmargar skreytingar úr nýja skrautinu hafa eyðilagst í desemberveðrunum.
Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun af skreytingu í staur í hringtorgi við Víkurbraut og Hafnargötu. Skömmu eftir að myndin var tekin skall skreytingin með látum í götunni og eyðilagðist endanlega.
Reykjanesbær tryggði allar sínar jólaskreytingar í byrjun desember, enda milljónir í húfi.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				