Mikil aðsókn að Íþróttamiðstöðinni í Garði
 Mikil aukning hefur verið á gestum Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði undanfarin ár og má finna athyglisverðar tölur um slíkt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mikil aukning hefur verið á gestum Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði undanfarin ár og má finna athyglisverðar tölur um slíkt á heimasíðu sveitarfélagsins.Gestum í ljósabekki hefur fjölgað úr 3093 árið 2000 upp í 5542 á síðasta ári. Þá hefur gestafjöldi í þreksal rúmlega tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 2546 upp í 6334.
Mest er þó aukningin í aðsókn að sundlauginni en hana sóttu nær 25.000 gestir á síðasta ári sem er mikið stökk frá árinu 2000 þegar 11.150 komu í laugina.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				