Mikil aðsókn á vf.is
Afar mikil aðsókn hefur verið á vef Víkurfrétta í dag. Svo mikil að til vandræða hefur komið og vefsíðan hefur legið niðri á tímabili. Nú virðist sem búið sé að komast fyrir vandann og ættu notendur ekki að verða fyrir frekari truflunum.
Vefsetur Víkurfrétta er stórt í sniðum og stækkar gagnagrunnur hans með hverjum deginum sem líður þar sem fjöldi nýrra frétta bætist við.