Mikið um ref á Suðurnesjum
Refur varð fyrir bifreið á Garðvegi laust eftir klukkan eitt í nótt og drapst dýrið. Fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík að lögreglumenn hafi séð töluvert af ref á eftirlitsferðum sínum í vetur og að ljóst sé að mikið sé um ref á Suðurnesjum. Skiptar skoðanir eru um veru refsins hér og eru margir á móti honum. Flugmálayfirvöld á Keflavíkurflugvelli eru þó ánægð með veru hans hér því refurinn reynist öflugur við að drepa fugla á svæðinu við Keflavíkurflugvöll, en fuglar geta verið varasamir í kringum flugvelli.
VF-ljósmynd/HBB: Refur sem keyrt var á í október 2002.