Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið um óhöpp vegna hálku á Suðurnesjum
Frá umferðaróhappi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku.
Þriðjudagur 29. janúar 2019 kl. 10:41

Mikið um óhöpp vegna hálku á Suðurnesjum

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp af völdum hálku á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Í gær rákust tvær bifreiðir saman á Norðurljósavegi. Einnig lenti bifreið utan vegar á Reykjanesbraut.
 
Áður höfðu tvær bifreiðir hafnað á ljósastaurum, önnur á Reykjanesbraut og hin á Njarðarbraut.
 
Þá var bifreið ekið út af Garðvegi og önnur lenti út af á Reykjanesbraut. Bílvelta varð á Grindavíkurvegi og ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Stapabraut með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og á stóru grjóti sem þar var.
 
Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þessum óhöppum.
 
Auk þessa hefur verið óvenjumikið um slys á gangandi vegfarendum sem rekja má til hálku. Hafa viðkomandi verið fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024