Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið um mink við sjávarsíðuna
Þriðjudagur 6. ágúst 2013 kl. 09:39

Mikið um mink við sjávarsíðuna

Íbúi í Reykjanesbæ varð á dögunum var við mikinn fjölda minka á gönguleiðinni vinsælu við strandlengjuna, nánar tiltekið á Ægisgötunni fyrir aftan gömlu sundlaugina. Kvaðst maðurinn hafa séð ein tíu dýr sem spígsporuðu á gangstígnum fyrir framan hann. Viðkomandi er kunnugur svæðinu og hefur aldrei áður séð slíkan fjölda minka.

Grjótið í sjóvarnargörðunum við Ægisgötuna virðast hentug híbýli fyrir minkinn en þar er erfitt að ná til hans og þar virðist vera nóg af æti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024