Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið um hraðakstur í gær – 11 ökumenn hirtir
Þriðjudagur 6. mars 2007 kl. 09:39

Mikið um hraðakstur í gær – 11 ökumenn hirtir

Ellefu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar í gær, þar af einn ökuníðingur á 175 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Sá var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Eitthvað virtist mönnum liggja mikið á í gærkvöldi því fimm ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni, allir á talsvert miklum hraða.  Einn þeirra var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90, aðrir voru á 143, 137, og 134 og 128 km. hraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024