Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið um hraðakstur á Suðurnesjum
Sunnudagur 1. júlí 2007 kl. 14:14

Mikið um hraðakstur á Suðurnesjum

Mikið um of hraðan akstur á Suðurnesjum í gærdag.  Átta ökumenn kærðir á Reykjanesbrautinni og sá er ók hraðast mældist á 139 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.  Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Skagabraut í Garði og mældust þeir á 73 og 89 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. voru þeir væntanlega að flýta sér á Sólseturshátíðina í Garði, sem annars fór mjög vel fram í dag.

Þá var ökumaður stöðvaður á Hafnavegi í Reykjanesbæ og við skoðun kom í ljós að hann er sviptur ökuréttindum.  Hann hafði jafnframt sett númeraplötur af annarri bifreið á sína, þar sem hún var ekki á númerum og ótryggð.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir övlun við akstur hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt sem leið. Þá var einn ökumaður á bifhjóli tekinn á 133 km. hraða miðað við klst. þar sem hámarkshraði er 50 km. Sá reyndi að stinga lögreglu af en tókst ekki. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Í ljós kom að hann hafði ekki réttindi til þess að aka bifhjóli og má hann búast við hárri sekt fyrir hraðaksturinn og réttindaleysið.

Þá voru afskipti af Sólstöðuhátíð í Garði óveruleg en þar fór allt vel fram, eins og áður hefur komi ð fram.

 

Mynd: Umferðaróhapp varð á mótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Keflavík í morgun og var þessi mynd tekin á slysstað þegar fólksbifreiðin á myndinni var dregin út úr húsgarði. Ljósmynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024