Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 15:29

Mikið um hraðakstur á Suðurnesjum

Nú þegar sumarið er formlega komið samkvæmt dagatalinu virðast ökumenn auka hraðann og stöðvaði Lögreglan í Keflavík töluvert marga ökumenn fyrir of hraðann akstur. Á föstudaginn var ökumaður mældur á 130 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Í Kúagerði varð umferðaróhapp á föstudag þegar bifreið ók á grjóthnullung sem fallið hafði af vörubíl, en draga þurfti bílinn af vettvangi. Á föstudagsnóttina var tilkynnt um ólæti í heimahúsi í Keflavík og voru tveir gestir látnir sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar vegna óláta. Á laugardagsmorgun varð bílvelta á Garðvegi til móts við golfvöllinn í Leiru, en tvær bifreiðar rákust saman með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Minniháttar meiðsl urðu á fólki.
Á laugardagskvöld óskuðu mæður tveggja stúlkubarna, 4 og 5 ára eftir aðstoð lögreglu við að leita stúlknanna, en síðast hafði sést til þeirra um 8 leitið á laugardagskvöld. Stúlkurnar fundust fljótlega og voru þá komnar nokkuð langt frá heimilum sínum.

Á sunnudag var tilkynnt um hraðakstur á Garðvegi en tveir ökumenn voru stöðvaðir á rúmlega 130 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Í vikunni var kvartað undan miklum umferðarþunga og hraðakstri á Kirkjuvegi í Keflavík þar sem er 30 km hámarkshraði. Tilkynnandi sagðist uggandi þar sem mikill fjöldi barna væru þarna við götuna. Lögreglan gerði fyrst könnun með ómerktri bifreið í klukkutíma frá kl. 17:00-18:00 og þeim tíma fóru 128 bifreiðar um þennan kafla Kirkjuvegar á milli Vesturgötu og Vesturbrautar. 24 bifeiðum var ekið undir 30 km hraða, 53 bifreiðum á 31-40 km hraða, 42 á hraða 41-50 og 9 bifreiðum var ekið yfir 50 km hraða.

Hraðamælt var síðan daginn eftir með ómerktri lögreglubifreið og voru þá 3 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á þessum kafla. Einn var kærður á 50 km hraða, annar á 51 km hraða og sá þriðji var á 60 km hraða. Ljóst er að umferð á þessum kafla er ótrúlega mikil miðað við að þarna er gatan hönnuð sem vistgata með tveimur þrengingum. Lögreglan í Keflavík mun fylgjast mjög vel með þessum kafla á næstunni.

Dagbók Lögreglunnar í Keflavík

Föstudagurinn 25. apríl

Á næturvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 130 km þar sem hámarkshraði er 90 km.

Um kl. 14:00 varð umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Kúagerði. Þar varð tjón á tveimur bifreiðum. Fremmri bifreiðinni var ekið á grjót er fallið hafði af vörubifreið. Brot úr grjótinu kastaðist á bifreið sem á eftir var ekið. Flytja varð aðra bifreiðina á brott með kranabifreið.

Kl. 20:25 stöðvaði lögreglan bifreið á Vogavegi. Tveir menn voru í bifreiðinni. Við leit í bifreiðinni fannst 1 gramm af hassi og tól til neyslu fíkniefna.

Laugardagurinn 26. apríl

Kl. 00:51 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 136 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem hámarkshraði er 90 km.

Kl. 01:54 var óska lögreglu í heimahús í Keflavík. Þar voru tveir gestir sem voru mjög ölvaðir og létu svo ófriðlega að þeir voru látnir gista fangageymslu lögreglunnar.

Kl. 10:00 var tilkynnt um bílveltu á Garðvegi móts við golfvöllinn í Leiru. Sjúkralið og lögregla fóru á staðinn. Í ljós kom að þar hafði orðið árekstur tveggja bifreiða en önnur þeirra hafnaði utanvegar og valt. Tveir aðilar í þessu máli hlutu að talið er minni háttar meiðsl og voru fluttir til sjúkrahúss til aðhlynningar.

Kl. 21:32 kom eigandi bifreiðar á lögreglustöðina. Vinstri hlið bifreiðarinnar hafði verið rispuð tveimur rispum á frambretti og báðum hurðum vinstra megin. Ekki er vitað hver tjónvaldur er.

Kl. 21:52 komu mæður tveggja stúlkubarna 4 og 5 ára á lögreglustöðina og óskuðu aðstoðar við að leita þeirra, en síðast hafði sést til þeirra um kl. 20:00 um kvöldið. Svo heppilega vildi til að þær fundust fljótlega og voru þá komnar ótrúlega langt frá heimilum sínum og var þá kl. 22:04 og farið að dimma úti.

Sunnudagurinn 27. apríl

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis og einn fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað við notkun farsíma við akstur bifreiðarinnar.

Hraðakstur á Garðvegi. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Garðvegi, annar kl. 23:05 á 136 km hraða og hinn skömmu síðar á 131 km hraða. Mikið hefur verið kvartað undan hraðakstri á Garðvegi og mun lögreglan sinna því verkefni sérstaklega.

Þá var ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, mældur á 117 km hraða. kærðir fyrir að aka of hratt sá sem hraðast ók var á 127 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Annað:

Í vikunni var kvartað undan miklum umferðarþunga og hraðakstri á Kirkjuvegi í Keflavík þar sem er 30 km hámarkshraði. Tilkynnandi sagðist uggandi þar sem mikill fjöldi barna væru þarna við götuna. Lögreglan gerði fyrst könnun með ómerktri bifreið í klukkutíma frá kl. 17:00-18:00 og þeim tíma fóru 128 bifreiðar um þennan kafla Kirkjuvegar á milli Vesturgötu og Vesturbrautar.

24 bifeiðum var ekið undir 30 km hraða, 53 bifreiðium á 31-40 km hraða, 42 á hraða 41-50 og 9 bifreiðum var ekið yfir 50 km hraða.

Hraðamælt var síðan daginn eftir með ómerktri lögreglubifreið og voru þá 3 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á þessum kafla. Einn var kærður á 50 km hraða, annar á 51 km hraða og sá þriðji var á 60 km hraða. Ljóst er að umferð á þessum kafla er ótrúlega mikil umferð miðað við að þarna er gatan hönnuð sem vistgata með tveim þrengingum. Þá aka ökumenn þarna of hratt og mun lögreglan gefa þessu sérstakar gætur.

Lögreglan vill vekja athygli fólks á því að víða í Keflavík hefur hámarkshraði í íbúahverfum verið lækkaður í 30 km. Fólk getur átt von á að lögreglan verði við hraðamælinar á þessum götum á ómerktum lögreglubifreiðum.

Í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu var lögreglan með opið hús á laugardaginn frá kl. 11:00-17:00. Mikill fjöldi fólks kom og heimsótti lögregluna þennan dag, u.þ.b. 350 manns að talið er.

Lögreglumenn kynntu fyrir fólki starfsemi lögreglunnar, afhendi börnum afmælismerki, tók fingraför af þeim á sérstök spjöld sem þau máttu síðan eiga og veitti léttar veitingar. Þá tók lögreglan myndir af gestum sem fólk getur nálgast á næstunni á lögregluvefnum, logreglan.is, valið Keflavík og þar er mappa merkt Lögregludagurinn.

Lögreglan vill koma sérstöku þakklæti til fólks fyrir heimsóknina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024