Mikið um hraðakstur
Fimm ökumenn hafa verið kærir af lögreglu síðan í gærdag vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut. Tveir voru teknir í gærdag, annar á 118 og hinn á 120 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Í gærkvöld voru svo tveir teknir fyrir sömu iðju, annar var á 144 km. hraða og hinn á 132. Á fjórða tímanum í morgun var svo enn einn ökumaðurinn tekinn fyrir það sama, en hann mældist á 124 km. hraða.
Menn virðast því ekki láta sér segjast þrátt fyrir daglegar fréttir af þessum toga.
Í gærkvöld voru svo tveir teknir fyrir sömu iðju, annar var á 144 km. hraða og hinn á 132. Á fjórða tímanum í morgun var svo enn einn ökumaðurinn tekinn fyrir það sama, en hann mældist á 124 km. hraða.
Menn virðast því ekki láta sér segjast þrátt fyrir daglegar fréttir af þessum toga.