Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. maí 2000 kl. 14:00

Mikið um fíkniefni

Í vikunni sem leið var ung stúlka handtekin í Keflavík. Á henni fundust nokkur grömm af hassi en hún hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum. Tveir ungir menn voru handteknir Grindavíkurvegi fyrir skömmu og á öðrum þeirra fundust tvö grömm af hassi og sama magn af kókaíni, en það er orðið meira um „kók“ á markaðinum en verið hefur. Mennirnir eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og hafa margsinnis verið kærðir fyrir fíkniefnamisferli og önnur afbrot. Að sögn Arngríms Guðmundssonar, fíkniefnalögreglumanns, eru u.þ.b. tveir aðilar handteknir í viku hverri á Suðurnesjum fyrir fíkniefnabrot. „Þetta er svipað og hefur verið en það er töluvert mikið af fíkniefnum í umferð á Suðurnesjum. Hvað grunnskólabörn varðar, þá ber minna á neyslu hjá þeim nú en áður. Skýringin kann að vera að það fari minna fyrir neyslu þeirra en áður, eða að þau hafi dregið úr neyslu. Þetta fólk sem við erum að handtaka fyrir slík afbrot eru yfirleitt eldri fíklar“, sagði Arngrímur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024