Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík
Laugardagur 30. desember 2006 kl. 15:30

Mikið tjón þegar hundruð fiskikara brunnu í Grindavík

Mikið tjón varð á athafnasvæði fiskvinnslustöðvarinnar Þróttar í Grindavík seint í gærkvöldi þegar eldur kom upp í stæðu af fiskikörum á lóð fyrirtækisins. Um 1000 kör voru í stæðunni og var mikill eldur þegar Slökkvilið Grindavíkur kom á svæðið. Rýma þurfti hús í Grindavík þar sem eitraður reykurinn stóð yfir hluta byggðarinnar.

Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Grindavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á vettvangi í gærkvöldi að aðkoman hafi verið ljót. Mikill eldur var í karastæðunni en samkvæmt upplýsingum lögreglu frá eiganda fyrirtækisins voru 400 eittþúsund lítra kör á svæðinu og samtals 1000 kör á svæðinu. Ásmundur slökkvistjóri sagði meirihluti karanna hafi brunnið eða eyðilagst í eldinum.

Allt tiltækt slökkvilið í Grindavík var kallað út ásamt Björgunarsveitinni Þorbirni sem fór í hús þar sem reykur stóð yfir og bað fólk að yfirgefa þau, enda reykurinn af plastbrunanum hættulegur.

Slökkvistarf gekk vel og tókst slökkvilinu að ráða niðurlögum eldsins upp úr miðnætti.

Þrír ungir piltar eru grunaðir um íkveikjuna en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík.

 

Ljósmyndir: Þorkell Erlingsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024