Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið tjón í heitavatnsleka í gömlu lögreglustöðinni í Grænási
Þriðjudagur 3. janúar 2012 kl. 13:29

Mikið tjón í heitavatnsleka í gömlu lögreglustöðinni í Grænási

Heitavatnslögn gaf sig í gömlu lögreglustöðinni í Grænási í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að mikið tjón varð í húsinu. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til í hádeginu en þá fossaði sjóðandi heitt vatn út úr húsinu. Lögnin sem gaf sig var í lofti og flæddi sjóðandi heitt vatn um allt húsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þegar inn var komið mátti glögglega sjá eyðilegginguna en allir innviðir hússins eru soðnir eftir að hafa verið í gufubaði í nokkurn tíma. Menn tóku eftir því að ekki var allt með felldu þegar heitt vatn fossaði út undan útidyrahurðum á húsinu. Vatnstaumar voru einnig undan mörgum gluggum en innandyra var allt á floti og mikill hiti og raki í lofti.


Engin starfsemi var í húsinu. Lögreglustöðin var flutt á Brekkustíg fyrir nokkrum misserum. Undanfarið hafði verið unnið að endurbótum á húsinu. Múrhúð hafði verið endurnýjuð og innandyra voru hugmyndir um að innrétta gistiheimili.


VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson