Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið slegist um helgina
Mánudagur 29. júlí 2002 kl. 09:33

Mikið slegist um helgina

Það var talsverður erill hjá lögreglunni í Keflavík um helgina og þá sérstaklega á aðfaranótt sunnudags í tengslum við FM 957 dansleikinn á N1-bar. Mikill fjöldi fólks var á dansleiknum og komust færri að en vildu og þar að leiðandi skapaðist mikil spenna fyrir utan staðinn sem olli talsverðum slagsmálum. Einum slagsmálahundi var stungið í steininn en fékk að fara fljótlega eftir að hafa róast. Þá voru þrjár líkamsárásir til viðbótar en í tveimur af þeim lenti varnarliðsmönnum og Íslendingum saman. Þær líkamsárásir sem áttu sér stað voru minniháttar að sögn lögreglunnar í Keflavík þar sem menn voru með blóðnasir og einhverjar smá bólgur. Það er því óhætt að segja að lögreglan hafi þurft að vera á varðbergi þessa helgina en þess má geta að einnig var rúða brotin á Pizza ´67 og veski stolið á N1-bar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024