Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 8. febrúar 2001 kl. 10:14

Mikið slasaður eftir alvarlega líkamsárás

21 árs gamall maður varð fyrir tilefnislausri líkamsárás seint á aðfaranótt sl. laugardags. Hann var á gangi á Hafnargötunni ásamt félögum sínum þegar hópur unglinga réðist að þeim félögum. Samkvæmt upplýsingum frá föður piltsins voru unglingarnir á aldrinum 15-17 ára. Ungi maðurinn þekkti árásaraðilana ekki og var alls óviðbúinn árásinni.
„Hann var sleginn með barefli í andlitið og kinnbeins- og nefbrotnaði. Hann er allur stunginn í andliti eins og glerbot hafi kastast fram í hann. Hann missti nögl af stórutá, er með svöðusár á hnénu og marinn og blár um allan líkamann“, sagði faðir fórnarlambsins í samtali við VF.
„Dyraverðir á Ránni sáu hvað var að gerast, komu út og gátu skakkað leikinn. Þegar þeir komu að, lá strákurinn minn í götunni og hópur fólks var enn að sparka í hann liggjandi. Hann ætlar að kæra árásina til lögreglu og getur borið kennsl á árásaraðilana. Dyraverðirnir vita líka hverjir voru þarna að verki“, segir faðirinn.
Ungi maðurinn fór strax á spítala þar sem gert var að sárum hans og er nú meðhöndlaður af læknum í Reykjavík þar sem taka þarf reglulega blóð úr andliti hans því bólgur og blæðingar undir húð eru enn miklar.
„Ég vil koma á framfæri til foreldra unglinga, að þeir líti til eftir börnum sínum. Flestir krakkarnir sem þarna voru, eru úr Njarðvíkunum en það leit út sem þarna hefði verið um stríð að ræða milli hópa úr Njarðvík og Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024