Laugardagur 10. nóvember 2001 kl. 10:04
				  
				Mikið rok á Suðurnesjum í nótt
				
				
				Mikið rok var á Suðurnesjum í nótt. Vitað er um minniháttar tjón af völdum þess.Þak fauk af í heilu lagi af skúr við Heiðarholt í Keflavík í nótt. Þakið hafnaði á bílastæði en þar voru engir bílar. Gífurlegt rusl er víða á girðingum. Ekki hefur frést af öðru tjóni þegar þetta er skrifað kl. 10