Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið rætt á íbúafundi í Holtaskóla
Fimmtudagur 26. maí 2005 kl. 22:51

Mikið rætt á íbúafundi í Holtaskóla

Íbúafundur með þeim sem búa sunnan við Aðalgötuna var haldin í kvöld í Holtaskóla. Mætingin var góð enda nóg að ræða um og fá svör við ýmsum spurningum hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni.

Á fundinum kom m.a. fram að Reykjanesbær mun gera úttekt á öllum leiksvæðum í Reykjanesbæ og í kjölfarið mun bærinn ráðast í úrbætur á ýmsum tækjum sem á svæðunum er að finna. Er þetta allt gert til að bæta aðstöðu á leiksvæðunum til muna.

Árni Sigfússon tók það fram á fundinum að tekið yrði á hundaeftirliti þar sem mikið er um hundaskít á vinsælum gönguleiðum í bænum. „Unnið verður betur að því að frágangur eftir hundana verði til sóma,“ sagði Árni á fundinum.

Einnig kom fram á fundinum að bærinn hygðist bæta umferðaröryggi til muna í ár með ýmsum hringtorgum, girðingum við leiksvæði og merkingum við götur bæjarins.

Íbúarnir höfðu sitt að segja á fundinum og sagði t.a.m. einn íbúinn að mikil hraðakstur væri frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og niður Mávabrautina. Bað íbúinn um það að bærinn myndi skoða hugsanlega möguleika á hraðahindrun í götunni til að hægja á umferðinni.

Annar íbúi minntist á að í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar væri of löng bið eftir píanónámi. Spurði hann bæjarstjórann að því hvort framboð píanónáms myndi aukast.  Bæjarstjórinn benti á það að nú væru námskeið að fara í gang svokölluð „Suzuki“ námskeið og ekki væri vitað hvort framboð af píanónámi kæmi í kjölfarið eða jafnvel eftir „Suzuki“ námskeiðin.

Síðan var ein vinsæl spurning borin á borð bæjarstjóra en hún tengdist Reykjanesbæjarmerkinu við Reykjanesbrautina. Spurt var af hverju Reykjanesbær væri ekki í miðjunni og svarið var einfalt: „Arkitektinn sem teiknaði þetta fyrir okkur fannst þetta flott en nú er jafnvel verið að skoða það að setja bæjarmerkið okkar hliðina á stöfunum.“

VF-mynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024