Mikið magn skotfæra kom í ljós við uppgröft - myndir
Mikið magn skotfæra kom í ljós við uppgröft við Patterson-flugvöll á Njarðvíkurheiði. Þar eru fallbyssuskot og ýmis önnur skot ásamt skotfærakistum í miklu magni. Um er að ræða ruslahaug frá tímum Varnarliðsins.
Hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar fengust þær upplýsingar að verkefnið væri á forræði Landhelgisgæslunnar. Engin girðing umliggur svæðið en skilti gefa til kynna að á svæðinu séu jafnvel ósprungnar sprengjur og aðgangur að því bannaður.
Svæðið sem grafið hefur verið upp á ekki að innihalda virkar sprengjur. Talsverðu magni skothylkja, m.a. fallbyssuskota, hefur verið komið í ruslagáma á svæðinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á svæðinu í morgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Hér má sjá skotfærakistur undir moldarlagi. Þar undir má svo sjá í fallbyssuskotin.
Þetta hefur m.a. komið upp við uppgröft á svæðinu.
Skotfærakistur hafa komið upp við uppgröftinn.
Byssuskot í miklu magni eru á svæðinu.