Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið magn fíkniefna gert upptækt í Keflavík
Sunnudagur 16. júlí 2006 kl. 07:32

Mikið magn fíkniefna gert upptækt í Keflavík

Sex einstaklingar voru handteknir af lögreglunni í Keflavík í fyrrakvöld vegna fíkniefnamáls. Við húsleit í íbúð í Reykjanesbæ fundust ríflega 400 töflur, sem taldar eru innihalda alsælu, 15 grömm af amfetamíni og smáræði af kókaíni. Greiningu efnanna er ekki að fullu lokið.

Fólkið var yfirheyrt fram eftir degi en málið telst nú að fullu upplýst. Öllum hlutaðeigandi hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Lögreglan í Keflavík segir að gangverð á e- töflum sé nú á bilinu þrjú til fjögur þúsund krónur stykkið. Samkvæmt því nemur markaðsvirði e-taflnanna um einni og hálfri milljón króna. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024