Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 28. febrúar 2001 kl. 10:13

Mikið magn eiturlyfja

Lögreglan í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli upplýsti tvö fíkniefnamál í síðustu viku.
Þrír aðilar voru handteknir í Keflavík fyrir viku síðan vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Gerð var húsleit og fundust 2,5 gr. af amfetamíni og við leit í bifreið þessara aðila fannst 1 gr. af hassi. Einnig voru tæki til fíkniefnaneyslu gerð upptæk. Málið telst upplýst.
Ungur maður var handtekinn í Reykjanesbæ sl. sunnudag. Við leit í bifreið hans fundust 20 gr. af hassi og nokkuð magn af sterum. Málið telst upplýst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024