Mikið magn efnis bíður birtingar í prentútgáfu Víkurfrétta
Mikið magn aðsendra greina og annars lesefnis bíður birtingar hjá Víkurfréttum í þessari viku. Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag, þar sem fimmtudagur er frídagur. Blaðið er 32 síður „að venju“ en þar af eru átta síður undir sérstakan blaðauka um knattspyrnuna í Keflavík. Fjölmargir viðburðir síðustu helgar rata því ekki inni í prentuðu útgáfu Víkurfrétta þessa vikuna, en vonandi verður hægt að gera því öllu skil í næsta blaði. Þá sem eiga greinar og bíða birtingar biðjum við að sýna biðlund. Þeim fer hins vegar fjölgandi sem skoða Víkurfréttir á Netinu og þar má nálgast nær allt efni sem berst til Víkurfrétta.