Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 20. desember 2002 kl. 10:31

Mikið magn af hassi tekið á Keflavíkurflugvelli

29 ára dani var stöðvaður í Leifsstöð á miðvikudag með fimm kíló af hassi en verðmæti þess á götunni eru um tíu milljónir króna. Allt bendir til þess að hann hafi verið svonefnt burðardýr en á síðustu tveimur árum hafa tuttugu og fimm erlend burðardýr verið stöðvuð í Leifsstöð, þar af ellefu Danir.Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur tekið við rannsókn málsins og hefur maðurinn verið úrskurðaður i gæsluvarðhald til 9. janúar á næsta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024