Mikið líf í Eldey - hægt að fylgja með í „beinni“
Þúsundir súlna á www.eldey.is
Þúsundir súlna una sér vel í Eldey, stærstu súlubyggð í heimi en á milli 14 og 18 þúsund súlupör verpa á eyjunni á hverju ári. Hægt er að fylgjast með fjörinu á vefsíðunni www.eldey.is.
Vefmyndavél var komið fyrir í eyjunni fyrir nokkrum árum en ekki gekk þrautalaust að koma alvöru sambandi á hana frá Eldey. Nú er hægt að fylgjast með á eldey.is í „beinni“ útsendingu kl. 12 til 16 alla daga en þess á milli er hægt að stilla á upptökur úr tveimur myndavélum.