Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mikið fjör á Sandgerðisdögum
Sunnudagur 7. ágúst 2005 kl. 15:14

Mikið fjör á Sandgerðisdögum

Sandgerðisdagar eru haldnir hátíðlegir þessa helgina og náðu hámarki í gær með glæsilegum hátíðarhöldum. Bæjarbúar létu misjafnt veður ekki á sig fá og skemmtu sér vel.

Hátíðarhöldin í gær hófust á tónleikum söngstjarnanna í Nylon og er óhætt að segja að gestir hafi verið ánægðir með söng þeirra, enda ein vinsælasta hljómsveit landsins í dag.

Eftir það dreifðist hópurinn um hinar margvíslegu uppákomur sem eru í boði, þar á meðal listsýningar í Fræðasetrinu og í samkomuhúsinu þar sem Björn Kristinsson sýnir verk sín.

Þá var listasmiðjan Ný-Vídd opin gestum og gangandi auk þess sem markaður var í Tikk-Húsinu þar sem kenndi ýmissa grasa.

Fjöldi annara atriða var í boði fram á rauða nótt þar sem dansinn dunaði á Mamma Mía og á Vitanum.

Í dag eru myndlistarsýningarnar enn í gangi og í kvöld mun söngkonan Hera Hjartardóttir halda tónleika  í samkomuhúsinu þar sem hún flytur lög af væntanlegum disk sínum.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024