Mikið annríki hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum
Það hefur verið annríki hjá Brunavörnum Suðurnesja í allan dag. Auk þeirra fimmtán útkalla sem bárust á sjúkrabíla í dag og greint hefur verið frá, þá var óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins við byggingakrana. Þar hafði vír farið úr skorðum greiðlega gekk að laga það.
Þá voru þrjú útköll vegna öryggiskerfa og mátti rekja orsök tveggja þeirra til mistaka starfsmanna en eitt til rafmagnsbilunar, að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra.
Það var því lán í óláni að í dag var undirbúningsnámskeið á slökkviliðsstöðinni fyrir þá fimm slökkviliðsmenn sem fara á grunnámskeið í sjúkraflutningum og það má því með sanni segja að nemendur hafi fengið alvöru tilfelli af ýmsum tegundum á námskeiðinu og orðið reynslunni ríkari í lok dagsins.
Þá voru þrjú útköll vegna öryggiskerfa og mátti rekja orsök tveggja þeirra til mistaka starfsmanna en eitt til rafmagnsbilunar, að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra.
Það var því lán í óláni að í dag var undirbúningsnámskeið á slökkviliðsstöðinni fyrir þá fimm slökkviliðsmenn sem fara á grunnámskeið í sjúkraflutningum og það má því með sanni segja að nemendur hafi fengið alvöru tilfelli af ýmsum tegundum á námskeiðinu og orðið reynslunni ríkari í lok dagsins.