Mikið annríki hjá sjúkraflutningamönnum í Reykjanesbæ
Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningamönnum í Reykjanesbæ alla síðustu viku. Frá mánaðamótum hafa verið 30 sjúkraflutningar og þar af ellefu flutningar síðustu tvo daga.Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunarvarna Suðurnesja, sem sjá um sjúkraflutninga á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, þá eru þetta flutningar yfir meðallagi. Aðallega var um að ræða flutninga vegna veikinda, en einnig vegna minniháttar slysa.