Mikið annríki hjá sjúkraflutningamönnum
Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningamönnum Brunavarna Suðurnesja í allan dag. Annríkið hófst fyrir klukkan átta í morgun og nú síðdegis voru sjúkraflutningar orðnir vel á annan tuginn í dag.
Nokkuð hefur verið um slys og óhöpp í mikilli hálku í dag en einnig hafa verið sjúkraflutningar vegna veikinda.