Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 4. september 2002 kl. 21:53

Mikið annríki á ritstjórn Víkurfrétta

Mikið annríki hefur verið á ritstjórn Víkurfrétta í dag þar sem nú er unnið að stærstu útgáfu í sögu fyrirtækisins. Vegna þessa hefur vefurinn okkar setið á hakanum í dag, eða eins og ágætur vinur okkar orðaði það: Það er loðnuvertíð og skipið fékk í skrúfuna! Á morgun koma Víkurfréttir út í tveimur blöðum. Annars vegar 32 síðna blaði um Ljósanótt í Reykjanesbæ og hins vegar 16 síðna almennt fréttablað. Þá kemur Tímarit Víkurfrétta einnig út síðdegis á morgun. Það blað er 64 síður. Samtals gerir þetta 112 blaðsíður sem fóru til prentunar nú í kvöld.Þá er ekki allt talið því Víkurfréttir gefa einnig út The White Falcon á Keflavíkurflugvelli. Það blað verður óvenju stórt vegna Ljósanætur. Þá reka Víkurfréttir kapalsjónvarpsstöð í Reykjanesbæ og Víkurfréttir á Netinu, vefsíðu sem er á meðal 10 mest sóttu vefsvæða landsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024