Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið álag á starfsmanni heimaþjónustu í Garði
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 08:44

Mikið álag á starfsmanni heimaþjónustu í Garði

Mikið álag er á starfsmanni Sveitarfélagsins Garðs sem annast heimaþjónustu í fullu starfi og nokkur heimili bíða þess að fá þjónustu. Með auknum íbúafjölda í sveitarfélaginu mun þjónustuþörf aukast, samhliða auknum kröfum um markvissari stuðningsþjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda til að geta búið á eigin heimilum.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Garðs þar sem félagsleg heimaþjónusta var til umræðu og sat Una Kristófersdóttir frá félagsþjónustunni fundinn undir dagskrárliðnum. Lagt er til að sveitarfélagið ráði starfsmann í 50% viðbótar stöðugildi til að vinna að heimaþjónustu. Það var samþykkt á fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024