Mikið álag á háanntíma í FLE
Húsið stendur nánast autt þess á milli
Ferðamönnum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um 91% frá árinu 2003. Á sama tíma fjölgaði flugvélastæðum við flugstöðina um tæp 40%. Að sögn upplýsingafulltrúa ISAVIA þarf að taka næstu skref varðandi frekari uppbyggingu flugstöðvarinnar til þess að auka afkastagetu hennar á álagstímum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að flugstöðin ráði þó ágætlega við þessa miklu aukningu farþega. „Vandamálið er þó þessi mikla aukning á háannatíma sem stendur yfir mjög lítinn hluta sólarhringsins. Þess á milli stendur húsið meira og minna autt,“ segir Friðþór í samtali við Morgunblaðið. Friðþór segir að leiðarkerfi flugfélaga séu sett upp þannig að Ísland sé í miðjunni í báðar áttir yfir Atlantshafið, þannig verði flugvélarnar að vera tvisvar á sólarhring í Keflavík. „Það gefur því auga leið að öll stækkun þarf að tala mið af því að auka rými á þessum ákveðna álagstíma,“ bætir Friðþór við.
Í fyrra fór metfjöldi farþega í gegnum flugstöðina, eða rúmlega milljón farþegar, á meðan farþegafjöldinn var rúmlega 600 þúsund árið 2003.