Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið álag á björgunarsveitum vegna ófærðar
Föstudagur 28. febrúar 2020 kl. 08:58

Mikið álag á björgunarsveitum vegna ófærðar

Mikið álag hefur verið á björgunarsveitarfólki í alla nótt vegna  ófærðar. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til aðstoðar vegfarendum sem voru fastir víðsvegar um Suðurnes.

Alls voru verkefni björgunarsveitanna yfir 120 talsins og voru öll til að aðstoða fólk sem var fast ófærð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmargir sem óskuðu aðstoðar björgunarsveita þurftu að bíða talsvert eftir aðstoð þar sem verkefnin voru það mörg og það getur tekið langan tíma að leysa úr hverju fyrir sig.

Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að mjög mörg útköll sem bárust í gærkvöldi og nótt hafi verið v erkefni sem eiga ekki erindi á borð björgunarsveitar. Þar hafi fólk verið fast í innkeyrslunni heima hjá sér. „Ef þú kemst ekki út úr innkeyrslunni heima hjá þér, þá áttu ekki erindi út í umferðina“ sagði Haraldur.

Einnig voru mörg úrköll þar sem þurfti að bjarga ungmennum sem lögðu leið sína niður í bæ til að komast í sjoppu. Haraldur sagði ungt fólk hafi verið í glórulausu ferðalagi á bílnum frá mömmu og pabba. „Foreldrar þurfa að hafa vit fyrir þessu fólki,“  sagði Haraldur jafnframt.

Nú er staðan þannig að útköllum björgunarsveita er aftur að fjölga þar sem fólk er á leið til vinnu og bílar fastir víða. Snjómokstur stendur yfir en fastir bílar tefja mokstur.

„Ef þú kemst ekki heiman frá þér er vissara að vera bara heima,“ sagði Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes í Reykjanesbæ.