Mikið áfall, segir verslunareigandinn
Sigrún Óladóttir, verslunarkona í Gallery förðun, segir brunann í versluninni í kvöld vera mikið áfall. Sigrún, eða Rúna í Gallery förðun, var stödd í sumarbústað úti á landi þegar hún fékk tilkynningu um að eldur væri í versluninni. Rúna sagði erfitt að ímynda sér hvað hafi gerst.Í starfsmannaaðstöðunni var þó nokkur lager af ilmvötnum og einnig einhverjir lítrar af naglalakkhreinsi, sem væri mjög eldfimur.
Myndin: Gínan í verslunarglugganum virðist fylgjast með slökkviliðsmönnum Brunavarna Suðurnesja með sorgarsvip. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Gínan í verslunarglugganum virðist fylgjast með slökkviliðsmönnum Brunavarna Suðurnesja með sorgarsvip. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson