Mikið af þangi á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd
Í óveðrinu um síðustu helgi með hárri sjávarstöðu fékk hluti golfvallarins á Kálfatjörn að finna fyrir því. Mikill þari og grjót skolaðist inn á teiga og flatir sem liggja næst sjó, þá sérstaklega þar sem aldan flæddi inn Búðarlónsgrandann og yfir lágan sjávarvarnargarðinn.
Vaskur hópur stjórnar og kylfinga Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, GVS, kom saman og hreinsaði svæðið með hjálp stórvirkra vinnuvéla. Margar hendur vinna létt verk.
Umfangið má sjá á myndum sem fylgja fréttinni (sjá myndasafn hér neðan við fréttina) og voru teknar af félögum í klúbbnum.