Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 30. nóvember 2003 kl. 17:50

Mikið af tækjum og tólum til fíkniefnaneyslu fundust við húsleit

Á miðvikudagskvöld voru tveir piltar um tvítugt handteknir í Keflavík, grunaðir um vörslu fíkniefna og neyslu. Eftir dómsúrskurð þar um, var framkvæmd leit í bifreið viðkomandi og herbergi annars þeirra, sem er í verbúð.  Talsvert magn af tækjum og tólum til fíkniefnaneyslu fundust við þá leit og leifar af fíkniefnum, þá  fannst meint E-pilla.  Annar pilturinn viðurkenndi neyslu kannabisefna.  Piltarnir hafa verið látnir lausir úr haldi lögreglu.  Málið telst upplýst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024