Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mikið að gera í þinglýsingum
Mánudagur 31. júlí 2006 kl. 12:05

Mikið að gera í þinglýsingum

Fjöldi þinglýstra skjala hjá Sýslumannsembættinu í Keflavík hefur aukist til muna síðustu tvö árin, sem rekja má beint til þeirrar uppsveiflu sem varð á fasteignamarkaði á þessu tímabili.

Þannig voru 13.448 skjöl þinglýst á síðasta ári og 10.382 árið 2004. Árið 2003 voru þinglýst skjöl heldur færri, eða 8.924. Til samanburðar má geta þess að árið 1998 voru þinglýst skjöl ekki nema 6.829.
Þessa aukningu má rekja til breytinga á útlánum banka til íbúðarlánakaupa, en þeir lánuðu á síðasta ári allt að 100% af kaupverði. Margir íbúðakaupendur greiddu þá upp eldri lán frá Íbúðalánasjóði með nýju lánunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024