Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er haldinn í Reykjanesbæ í dag. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fundurinn er haldinn á Suðurnesjum.
Hæst bar yfirlitsræða formanns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en jafnframt munu þrír gestir vera með erindi sem fjalla um endurreisn heimila og fyrirtækja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hagfræðingur, mun fjalla um stöðu og horfur íslensks efnahagslífs, Jón Gunnar Jónsson mun fjalla um endurreisn fjármálakerfis og atvinnulífs og Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður og fasteignasali mun fjalla um endurreisn fjárhags heimilanna. Að loknum pallborðsumræðum verður stjórnmálaályktun fundarins tekin til afgreiðslu og aðrar ályktanir ef einhverjar eru.
Frá fundinum í Kirkjulundi núna áðan.