Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðbæjarsvæðið í Vogum með vinsælar lóðir
Fimmtudagur 12. október 2017 kl. 09:40

Miðbæjarsvæðið í Vogum með vinsælar lóðir

Lóðir á miðbæjarsvæðinu í Vogum voru auglýstar lausar til úthlutunar um síðustu helgi. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra Voga, hafa nú þegar nokkrar umsóknir borist og talsvert verið um fyrirspurnir.
Í þessum áfanga verður lóðum úthlutað fyrir fimm einbýlishús, fimm parhús, fimm fjölbýlishús með sex íbúðum hvert og tvö fjölbýlishús með tuttugu íbúðum hvort. Í heildina verður því 85 lóðum úthlutað.
„Það er býsna mikil fjölgun á einu bretti í okkar samfélagi. Það verður því áhugavert að fylgjast með hver eftirspurnin verður og hversu margar umsóknir berast um þessar lóðir,“ segir Ásgeir.
Umsóknarfrestur lóðanna er til 21. október næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024