Miðasala hefst í dag
-Lög unga fólksins á Ljósanótt
Miðasala á sýninguna Lög unga fólksins sem flutt verður á Ljósaótt hefst í dag en frumsýnt verður miðvikudaginn 2. september n.k.
Þetta er fimmta sýning Með blik í auga en að þessu sinni er horft til hins vinsæla útvarpsþáttar og boðið upp á tímaferðalag að venju þar sem flutt verða lög frá 1964 - 1982.
Söngvarar sýningarinnar verða Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson ásamt stórhljómsveit. Sögumaður að venju er Kristján Jóhannsson.
Auk frumsýningar verða haldnar tvær sýningar í Andrews leikhúsinu á sunnudeginum kl. 16 og 20.
Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð kr. 5.300.