Metþátttaka utan kjörfundar: 1277 atkvæði greidd utan kjörfundar í Reykjanesbæ
Þátttaka í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Reykjanesbæ hefur slegið öll met. Samtals voru greidd 1277 atkvæði hjá Sýslumanninum í Keflavík og nú er verið að sækja 100-150 atkvæði sem greidd voru hjá Sýlsumanninum á Selfossi.
Ottó Jörgensen formaður yfirkjörstjórnar í Reykjanesbæ segir þessa þátttöku í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vera tvöfalda á við það sem gerist í hörðustu bæjarstjórnar- eða þingkosningum. Fram til þessa hafa atkvæði utan kjördundar verið 6-700 talsins.
Þátttaka í kosningunum í dag í Reykjanesbæ var þannig að kl. 13:00 höfðu 13,97% greitt atkvæði sem er örlítið minna en í síðustu kosningum á sama tíma.