Metþátttaka í sumarlestri bókasafns
 Metþátttaka var í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar í ár. Alls 232 börn lásu 1561 bók, sem gerir 6,75 bækur á barn.
Metþátttaka var í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar í ár. Alls 232 börn lásu 1561 bók, sem gerir 6,75 bækur á barn. 
Í fyrra tóku 210 börn þátt og lásu 1399 bækur.
Bókasafnið hefur boðið upp á sumarlestur fyrir grunnskólabörn frá árinu 2004. Þátttaka hefur aukist jafnt og þétt ár frá ári og slegið var met í ár.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				