Metþátttaka í stærðfræðikeppni
Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í síðustu viku en keppnin er haldin af nokkrum framhaldsskólum undir forystu Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Að þessu sinni tóku 198 nemendur af Suðurnesjum þátt í keppninni og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Þar af voru 67 úr 8. bekk, 79 nemendur úr 9. bekk og 52 úr 10. bekk.Þrír efstu úr hverjum árgangi fá vegleg verðlaun og verður þeim boðið í samsæti ásamt foreldrum sínum, segir á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja.